Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 5. apríl 2012 - 9:45

Þjóðskjalasafn Íslands fagnaði 130 ára afmæli sínu með afmælishátíð í gær. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, voru meðal gesta sem heiðruðu Þjóðskjalasafn með nærveru sinni.

Gestir á afmælishátíðinni
þriðjudagur, 3. apríl 2012 - 14:15

Þjóðskjalasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli sínu í dag. Hinn 3. apríl árið 1882 gaf Hilmar Finsen landshöfðingi út auglýsingu um stofnun safnsins og telst sá dagur því stofndagur þess.

Þjóðskjalasafn Íslands 130 ára
laugardagur, 24. mars 2012 - 13:45

Út er komið fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á þessu ári. Í blaðinu er m.a. umfjöllun um Héraðsskjalasafn Akranesskaupstaðar og Ljósmyndasafn Akraness eftir Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur héraðsskjalvörð. Einnig eru í blaðinu fréttir og frásagnir af starfsemi skjalasafna á öllum Norðurlöndunum.

Nordisk Arkivnyt
föstudagur, 10. febrúar 2012 - 15:45

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verður aftur opinn á mánudögum frá og með mánudeginum 13. febrúar 2012. Lestrarsalurinn verður þá framvegis opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00 til kl 17:00. Á föstudögum verður áfram opið frá kl.10:00 til kl. 16:00 (á vetrartíma). Sjá nánar um afgreiðslutíma hér til hægri.

Af lestrarsal Þjóðskjalasafns
fimmtudagur, 2. febrúar 2012 - 10:15

Þann 1. febrúar tók Njörður Sigurðsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, við stöðu sviðsstjóra á skjalasviði safnsins af Hrefnu Róbertsdóttur. Hrefna, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra frá árinu 2009, fékk á dögunum rannsóknarstöðustyrk úr Rannsóknarsjóði Íslands (Rannís) til þess að kanna búsetuform á Íslandi á árnýöld og mun hún sinna því verkefni á Þjóðskjalasafni næstu þrjú árin.

Þjóðskjalasafn Íslands
föstudagur, 20. janúar 2012 - 9:45

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf skjalavarðar/sérfræðings á skjalasviði.

Á skjalasviði er tekið við skjalasöfnum opinberra aðila sem og einkaskjalasöfnum. Sviðið annast ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um frágang til langtímavörslu pappírsgagna og rafrænna gagna. Skráning safnkosts, forvarsla og úrvinnsla á gögnum safnsins er meðal verkefna þess.

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages