Þjóðskjalasafn Íslands

Þjóðskjalasafn Íslands

Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda í sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á. Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði í afgreiðslu þess og á lestrarsal. Markmið safnsins miðast við lögbundið hlutverk þess og falla undir þrjú meginsvið:

  1. Skjalavörslu (varðveislu og forvörslu).
  2. Aðgengi, þjónustu og rannsóknir.
  3. Fræðslu og miðlun.