Ánægjuleg afmælishátið Þjóðskjalasafns

fimmtudagur, 5. apríl 2012 - 9:45
  • Forseti Íslands, mennta- og menningarmálaráðherra og fleiri gestir á afmælishátíðinni í Þjóðskjalasafni
    Forseti Íslands, mennta- og menningarmálaráðherra og fleiri gestir á afmælishátíðinni í Þjóðskjalasafni
  • Gestir á afmælishátíðinni í Þjóðskjalasafni
    Gestir á afmælishátíðinni í Þjóðskjalasafni
  • Settur þjóðskjalavörður afhendir mennta- og menningarmálaráðherra gjöf frá Þjóðskjalasafni
    Settur þjóðskjalavörður afhendir mennta- og menningarmálaráðherra gjöf frá Þjóðskjalasafni
  • Mennta- og menningarmálaráðherra opnar Jarðavef Þjóðskjalasafns
    Mennta- og menningarmálaráðherra opnar Jarðavef Þjóðskjalasafns
  • Ungir tónlistarmenn leika á hljóðfæri á afmælishátíðinni í Þjóðskjalasafni
    Ungir tónlistarmenn leika á hljóðfæri á afmælishátíðinni í Þjóðskjalasafni
  • Starfsmenn Þjóðskjalasafns sem kynntu starfsemi safnsins
    Starfsmenn Þjóðskjalasafns sem kynntu starfsemi safnsins
  • Helga Jóna Eiríksdóttir skjalavörður kynnir starfsemi Þjóðskjalasafns
    Helga Jóna Eiríksdóttir skjalavörður kynnir starfsemi Þjóðskjalasafns
  • Jón Torfason skjalavörður segir frá kirkjubókum
    Jón Torfason skjalavörður segir frá kirkjubókum
  • Guðni Th. Jóhannesson forseti Sögufélags afhendir skjöl félagsins til varðveislu í Þjóðskjalasafni
    Guðni Th. Jóhannesson forseti Sögufélags afhendir skjöl félagsins til varðveislu í Þjóðskjalasafni
  • Gestir á afmælishátíðinni
    Gestir á afmælishátíðinni
  • Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður
    Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður
  • Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
    Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
  • Gestur á afmælishátíðinni ritar nafn sitt í gestabók
    Gestur á afmælishátíðinni ritar nafn sitt í gestabók
  • Gestir á afmælishátíðinni
    Gestir á afmælishátíðinni
  • Gestir á afmælishátíðinni
    Gestir á afmælishátíðinni

Þjóðskjalasafn Íslands fagnaði 130 ára afmæli sínu með afmælishátíð í gær. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, voru meðal gesta sem heiðruðu Þjóðskjalasafn með nærveru sinni.

Fjöldi annarra góðra gesta sá ástæðu til að líta inn og hlýða á ávörp, tónlistarflutning og njóta léttra veitinga. Settur þjóðskjalavörður og fjórir skjalaverðir safnsins kynntu sögu þess og starfsemi. Mennta- og menningarmálaráðherra opnaði nýjan vef um jarðaheimildir og forseti Sögufélags afhenti Þjóðskjalasafni skjalasafn félagsins til varðveislu. Þjóðskjalasafn þakkar gestunum öllum fyrir komuna og horfir björtum augum fram á veginn á afmælisárinu.