Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 25. febrúar 2021 - 14:45

Frá og með 1. mars 2021 verður afgreiðslutími á lestrarsal og afgreiðslu safnsins sem hér segir:

Mánudaga kl. 10-18.
Þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10-17.
Föstudaga kl. 10-15.

Afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162.
laugardagur, 16. janúar 2021 - 10:45

Á vefsetri Þjóðskjalasafns er nú aðgengilegur gagnagrunnur sem tekur til uppskrifta dánarbúa, skiptabóka og uppboða sem til eru frá 18. og 19. öld. Verkefnið var unnið af stærstum hluta af Má Jónssyni prófessor.

Dánarbúin eru þungamiðja verkefnisins og innihalda þau nákvæmar skrár yfir eigur fólks og taka m.a. til fatnaðar, sængurfata, mataríláta, verkfæra og búfjár.

Dánarbú Jóns Hallssonar á Barkastöðum í Miðfirði.
fimmtudagur, 14. janúar 2021 - 15:45

Þjóðskjalasafn Íslands og Biskupsstofa standa nú að samstarfsverkefni um skjalasöfn prestakalla. Prestaköll, sem hluti þjóðkirkjunnar, falla undir lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og ber því skylda til að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sem verða til, hafa borist eða hefur verið viðhaldið í starfseminni.

Úr skjalageymslum Þjóðskjalasafns Íslands.
miðvikudagur, 13. janúar 2021 - 11:30

Á síðastliðnu ári stóðu yfir framkvæmdir og endurbætur á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg 162. Hinn 15. desember síðastliðinn opnaði lestrarsalur safnsins á nýjan leik og á meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að sameina almenna afgreiðslu og afgreiðslu lestrarsalar.

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands.
þriðjudagur, 12. janúar 2021 - 15:15

Í nóvember á síðasta ári tók Þjóðskjalasafn Íslands í notkun umsóknarkerfi Íslands.is fyrir eyðublöð safnsins. Fyrsta eyðublaðið sem varð að fullu rafrænt var eyðublað fyrir tilkynningar á rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila. Nú hefur annað eyðublað verið fært yfir í umsóknargátt Íslands.is og er það beiðni um afhendingu pappírsskjalasafns.

Þjóðskjalasafn Íslands
miðvikudagur, 23. desember 2020 - 12:45

Þjóðskjalasafn Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem senn er liðið.

Gleðileg jól!

Pages