Þjóðskjalasafn Íslands 130 ára

þriðjudagur, 3. apríl 2012 - 14:15
  • Þjóðskjalasafn Íslands 130 ára
    Þjóðskjalasafn Íslands 130 ára

Þjóðskjalasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli sínu í dag. Hinn 3. apríl árið 1882 gaf Hilmar Finsen landshöfðingi út auglýsingu um stofnun safnsins og telst sá dagur því stofndagur þess.

Þjóðskjalasafn fagnar afmælinu með ýmsum hætti og býður gestum til afmælishátíðar í dag. Þar mun Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytja ávarp og opna nýjan vef um jarðaheimildir. Nánar er fjallað um afmælishátíðina og viðburði á afmælisárinu hér.

Á þessum vef má finna yfirlit um sögu safnsins, markmið, starfsemi, lagaumhverfi og skoða yfirlit um þjóðskjalaverði. Heimild mánaðarins tengist einnig afmælinu.