Lestrarsalur

Af lestrarsal Þjóðskjalasafns

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns er á Laugavegi 162, fyrstu hæð. Gengið er inn frá Laugavegi. Á lestrarsal koma þeir sem vilja fá skjöl til skoðunar.

Lestrarsalur og afgreiðsla er opin sem hér segir:

Dagur Tími
Mánudagur 09:30-16:00
Þriðjudagur 09:30-16:00
Miðvikudagur 09:30-16:00
Fimmtudagur 09:30-16:00
Föstudagur Lokað

Símatími sérfræðinga

  • Mánudaga kl. 10-12
  • Miðvikudaga kl. 10-12
  • Fimmtudaga kl. 10-12

Lokun yfir hátíðar er auglýst sérstaklega á forsíðu vefsins.

Sjá Reglur fyrir gesti á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands.

Reglur um aðgang að skjölum í Þjóðskjalasafni Íslands

Að jafnaði gildir sú regla að hverjum þeim, sem þess óskar, er heimill aðgangur að skjölum í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands.

Á þessu eru nokkrar undantekningar sem flestar lúta að almannahagsmunum og persónuvernd einstaklinga. Þannig eru þau skjöl, sem innihalda upplýsingar um öryggi og varnir ríkisins, ekki opin almenningi fyrr en að 30 árum liðnum frá myndun þeirra. Sömuleiðis eru skjöl, sem innihalda upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga, ekki opin öðrum en þeim, sem málið varðar, fyrr en að 80 árum liðnum frá myndun þeirra. Sjá lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014upplýsingalög nr. 50/1996 og lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Eins geta skjöl ekki verið lánshæf vegna þess, að þau voru í svo slæmu ástandi þegar þau komu til safnsins. Þá verða gestir að sýna þolinmæði og bíða viðgerðar en slík skjöl eru yfirleitt tekin strax til meðferðar þegar um það er beðið.

Sjá reglur og skilmála Þjóðskjalasafns um millisafnalán.

Afgreiðsla skjala á lestrarsal

Pantanir skulu vera skriflegar og samkvæmt skrám safnsins eða leiðbeiningum skjalavarðar. Að öðrum kosti má búast við því að ekki verði hægt að afgreiða skjölin. Reynt er að afgreiða pöntuð skjöl næsta dag. Ef pantanir eru stórar geta orðið tafir á afhendingu gagnanna.

Afritunarreglur Þjóðskjalasafns Íslands

Hægt er að fá afrit af flestum skjölum, en það er þó háð ástandi skjalanna og reglum um aðgang. Sjá afritunarreglur safnsins.

Afritun með eigin myndavél

Gestum er heimilt að afrita gögn með myndavél. Í meginatriðum má mynda öll skjöl sem eru án aðgangstakmarkana og gildir það um flest skjöl sem eru eldri en 80 ára. Sumir skjalaflokkar munu verða undanskildir í forvarnar- og verndunarskyni.

  1. Gæta skal fyllstu varúðar við myndatökuna og gæta þess að skemma ekki skjöl eða skjalabækur með þvingunum eða öðrum hætti. Þannig skal ekki reyna að slétta blaðrönd sem er trosnuð (rifin og slitin) eða beygluð. Hafa skal samband við salvörð í slíkum tilvikum.
  2. Ekki má nota leifturljós við myndatökuna.
  3. Ekki er heimilt að mynda skinnskjöl.
  4. Bera skal undir salvörð hvort heimilt sé að mynda skjöl sem eru yngri en 80 ára.
  5. Ekki má mynda skjöl sem innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar.
  6. Ekki má mynda skjöl sem eru varin af höfundarréttarákvæðum svo sem ljósmyndir með höfundarnafni.