Stafrænar heimildir

Stafrænar heimildir

Eitt af lögbundnum hlutverkum Þjóðskjalasafns Íslands er að „efla þekkingu á þjóðarsögunni og stuðla að rannsóknum á henni“. Til að auðvelda landsmönnum öllum aðgang að heimildum í vörslu safnsins birtir Þjóðskjalasafn hluta þeirra á vef safnsins undir samheitinu „Stafrænar heimildir“. Þar á meðal er manntalsvefur með þrettán manntölum, jarðavefur um tilteknar heimildir tengdum rannsóknum vegna þjóðlendumála, dómabókagrunnur sem auðveldar til muna leit að upplýsingum í dómabókum og fleira, eins og sjá má á valmyndinni hér til vinstri.