Ættfræði

Í Þjóðskjalasafni er að finna margvíslegar heimildir sem nýtast áhugafólki um ættfræði og persónufróðleik. Að jafnaði sitja nokkrir úr þeim hópi á lestrarsal safnsins dag hvern.

Algengustu heimildir um ættfræði eru manntöl, íbúaskrár, prestþjónustubækur og sóknarmannatöl. Á manntalsvef Þjóðskjalasafns er hægt að leita að upplýsingum í fjórtán manntölum (1703, 1816, 1835, 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870, 1880, 1890, 1901, 1910 og 1920).

Af öðrum heimildum má nefna:

  • Veðmálabækur/veðmálaregistur
  • Úttektarbækur
  • Uppskrifta- og uppboðsbækur hreppstjóra
  • Skiptabækur sýslumanna
  • Hreppsbækur
  • Hreppsskilabækur
  • Dóma- og þingbækur

Þeir sem hafa áhuga á að kanna þessar heimildir geta snúið sér til salvarðar á lestrarsal. Einnig er hægt að panta stafræn afrit heimilda gegn gjaldi.