Forsíða

Fréttir

föstudagur, 13. janúar 2012 - 15:30

Á síðasta hausti gerðu Þróunarfélag Austurlands, Vinnumálastofnun og Þjóðskjalasafn Íslands með sér samkomulag um atvinnuátak í jaðarbyggðum á Austurlandi.

Áhugasamir skrásetjarar á Breiðdalsvík
þriðjudagur, 10. janúar 2012 - 14:30

Þjóðskjalasafn Íslands hefur ásamt samstarfsaðilum í Eistlandi og Svíþjóð fengið framhaldsstyrk til að vinna að verkefni til að auka aðgengi að opinberum upplýsingum í skjalasöfnum með rafrænum hætti. Styrkurinn nemur samtals 1.628.000 sænskum krónum og er til þriggja ára.

Frá vinnufundi samstarfshópsins á Íslandi í nóvember sl.
föstudagur, 23. desember 2011 - 13:45

Þjóðskjalasafn Íslands opnar í dag nýjan vef sem leysir af hólmi tíu ára gamlan vef sem hefur dugað vel þann áratug sem hann hefur þjónað þörfum safnsins. Nýi vefurinn er hannaður í vefumsjónarkerfinu Drupal í samstarfi við Emstrur sf.

Forsíða nýja vefjarins
mánudagur, 14. nóvember 2011 - 23:45

Á norræna skjaladeginum, 12. nóvember sl., skrifuðu Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður og Pétur Einarsson forstjóri Straums undir viljayfirlýsingu um að Straumur afhendi Þjóðskjalasafni þann hluta skjalasafns Hf Eimskipafélags Íslands sem Straumur ræður yfir. Skjalasafnið er um 120 hillumetrar og eitthvert merkasta einkaskjalasafn úr íslensku atvinnulífi.

Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður og Pétur Einarsson forstjóri Straums
mánudagur, 14. nóvember 2011 - 15:15

Norræni skjaladagurinn var sl. laugardag og tókst vel í alla staði. Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfnin stóðu saman að vefnum skjaladagur.is þar sem finna má margvíslegan fróðleik um þema dagsins sem var „verslun og viðskipti“. Yfir sjötíu manns heimsótti Þjóðskjalasafn, hlýddu á erindi og skoðuðu skjalasýningu. Hér til vinstri má sjá myndir frá skjaladegi í Þjóðskjalasafni.

Gestir á skjaladegi í Þjóðskjalasafni
laugardagur, 5. nóvember 2011 - 8:45

Norræna skjaladaginn ber upp á laugardaginn 12. nóvember í ár. Á þeim degi sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi sinni og verður af því tilefni opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is, næsta þriðjudag.

Norræni skjaladagurinn 2011

Pages