Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 24. maí 2011 - 14:30

Ráðstefnan, sem halda átti í samvinnu við SKÝ, átti að fara fram miðvikudaginn 25. maí kl. 08:30 á Hótel Hilton Nordica. Danskir fyrirlesarar sem áttu að halda aðalfyrirlestra ráðstefnunnar komust ekki til landsins í tæka tíð, en vonir um komu þeirra lifðu langt fram eftir þriðjudagskvöldi.

Tilkynning SKÝ um frestun ráðstefnunnar
miðvikudagur, 11. maí 2011 - 13:15

Þjóðskjalasafn Íslands í samvinnu við Ský, stendur fyrir ráðstefnu um varðveislu rafrænna gagna. Allir opinberir aðilar, ríkis og sveitarfélaga, eru skilaskyldir á sínum gögnum til Þjóðskjalasafns eða tilheyrandi héraðsskjalasafns. Þjóðskjalasafnið hefur innleitt aðferðarfræði danska ríkisskjalasafnsins við móttöku og varðveislu á rafrænum gögnum til langtíma.

Ráðstefnusalur
fimmtudagur, 17. mars 2011 - 14:15

Föstudaginn 25. mars nk. mun Þjóðskjalasafn Íslands í samstarfi við Félag um skjalastjórn standa fyrir ráðstefnunni Horft til framtíðar - varðveisla og aðgengi upplýsinga. Ráðstefnan verður á Grand hótel í Reykjavík og stendur frá kl. 13-16. Sérstakur gestafyrirlesari verður Kirsten Villadsen Kristmar, sviðsstjóri varðveislu- og grisjunarsviðs Ríkisskjalasafns Danmerkur.

Ráðstefna um varðveislu og aðgengi upplýsinga
fimmtudagur, 17. mars 2011 - 9:45

Laugardaginn 19. mars 2011 verður opið hús á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands kl 13:00 - 16:00 í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands og í samvinnu við hann. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 10. mars 2011 - 14:30

Vakin er athygli á rannsóknarverkefni sem hleypt hefur verið af stokkunum í Þjóðskjalasafni. Markmiðið með verkefninu er að taka fyrir helstu embætti Íslands allt frá árinu 1550 og kryfja heimildir og skjöl sem eftir embættin liggja samkvæmt skjalfræðilegum reglum þ.e. upprunareglu.

Magnús Stephensen á 25 króna seðli
miðvikudagur, 9. febrúar 2011 - 14:45

Á safnanótt, föstudaginn 11. febrúar 2011, verður dagskrá í lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands að Laugavegi 162 sem hefst kl 19:00 og stendur til miðnættis. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Grænu ljósin loga á Safnanótt

Pages