Héraðsskjalasöfn

Héraðsskjalasöfn á Íslandi

Þjóðskjalasafn Íslands úthlutar til héraðsskjalasafna verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valdra skjalaflokka. Markmið verkefnastyrkjanna er að stuðla að skönnun og miðlun heimilda á héraðsskjalasöfnum. Öll héraðsskjalasöfn geta sótt um þessa verkefnastyrki. Til úthlutunar árið 2021 eru 16.300.000 kr.

Hér að neðan er að finna reglur um úthlutun verkefnastyrkja til héraðsskjalasafna vegna skönnunar- og miðlunarverkefna, almenna skilmála til þeirra sem fá úthlutað styrkjum og eyðublað fyrir styrkumsóknir. Hægri smellið á heiti skjalsins og veljið „Save link as...“ eða „Save target as...“.