Persónuvernd

Persónuverndarstefnu Þjóðskjalasafns Íslands má finna hér.

Persónuverndarfulltrúi er óháður og sjálfstæður í störfum sínum og hefur eftirlit með meðferð persónuupplýsinga innan safnsins.

Persónuverndarfulltrúinn kemur að gerð vinnsluskrár, að innleiðingu og eftirfylgni á persónuverndaryfirlýsingu, rýnir verklagsreglur og ferla, veitir starfsmönnum ráðgjöf og hefur eftirlit með innri úttektum. Þá veitir persónuverndarfulltrúinn ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd og er tengiliður við einstaklinga og Persónuvernd.

Fyrirspurnum um persónuvernd hjá Þjóðskjalasafni skal beint til persónuverndarfulltrúa. Senda skal erindi í tölvupósti á netfangið personuvernd@skjalasafn.is.
Beiðnum um upplýsingar úr safnkosti Þjóðskjalasafns skal beint á netfangið upplysingar@skjalasafn.is.