Lestrarsalur aftur opinn á mánudögum

föstudagur, 10. febrúar 2012 - 15:45
  • Af lestrarsal Þjóðskjalasafns
    Af lestrarsal Þjóðskjalasafns

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verður aftur opinn á mánudögum frá og með mánudeginum 13. febrúar 2012. Lestrarsalurinn verður þá framvegis opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00 til kl 17:00. Á föstudögum verður áfram opið frá kl.10:00 til kl. 16:00 (á vetrartíma). Sjá nánar um afgreiðslutíma hér til hægri.