Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands 2023 er helgaður þjóðlendurannsóknum. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162, fimmtudaginn 28. september nk. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16:00. Þá verður einnig fagnað útgáfu 3. bindis Yfirréttarins á Íslandi.
Á síðustu árum hafa orðið stórstígar framfarir á sviði gervigreindar. Ein birtingarmynd þessarar þróunar er stafrænn lestur handrita og skjala. Þar má nefna austurríska forritið Transkribus sem rekja má til Evrópuverkefnanna TranScriptorium frá árunum 2013-2015 og READ frá 2016-2019.
Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð gagnagrunns sóknarmannatala á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Að mestu leyti hefur það starf farið fram á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Á Ísafirði hafa starfsmenn unnið að verkefninu um langt skeið og nú núverið fékkst styrkur frá Byggðastofnun til að ráða starfsfólk á Bakkafirði og Raufarhöfn til verksins.
Afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verða lokuð um tveggja vikna skeið yfir hásumarið. Lokunin verður frá 24. júlí til og með 4. ágúst 2023. Á meðan lokun stendur verður jafnframt skert þjónusta í Þjóðskjalasafni, s.s. er varðar ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um skjalavörslu og skjalastjórn og fyrirspurnir úr safnkosti Þjóðskjalasafns.
Þjóðskjalasafn Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf mannauðs- og gæðastjóra við safnið. Um nýtt starf er að ræða en nú standa yfir mestu breytingar í starfsemi Þjóðskjalasafns um langt skeið, þar sem áhersla er lögð á stafræna umbreytingu, örugga varðveislu, gott aðgengi og sjálfbærni.
Skjalafréttir er fréttabréf Þjóðskjalasafns sem birtir tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, upplýsingar um námskeið og fjölbreyttan fróðleik sem tengist skjalavörslu almennt.
Við hvetjum ykkur til að velja umhverfisvænan ferðamáta þegar þið komið til okkar.
Hjólabogar eru við aðalinnganginn og við lestrarsalinn.
Hlemmur er í 5 mínútna göngufjarlægð og strætisvagnar 2, 5, 14, 15 og 17 stansa fyrir framan.
Heimild mánaðarins
Árið 1702 fengu Árni Magnússon og Páll Vídalín það hlutverk að kanna hagi landsmanna á Íslandi. Ein af afurðum þeirrar vinnu var gerð kvikfjártals. Þar átti að telja allan bústofn bænda og geta um hver ætti viðkomandi skepnur. Kvikfjártalið hefur varðveist úr 102 hreppum af 163 sem voru á Íslandi 1703 og í heimild septembermánaðar fjallar Ragnhildur Anna Kjartansdóttir um þessa ómetanlegu frumheimild um efnahag landsins í byrjun 18. aldar. Kvikfjártalið er á Landsskrá Íslands um Minni heimsins.