Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 4. október 2011 - 14:45

Þessir nýju heiðursfélagar eru Einar Laxness og Björk Ingimundardóttir. Einar starfaði sem skjalavörður á Þjóðskjalasafni á árum áður, en Björk er þar ennþá starfandi skjalavörður.

Þjóðskjalasafn óskar þeim báðum til hamingju með þennan verðskuldaða heiður.

Einar Laxness og Björk Ingimundardóttir
þriðjudagur, 6. september 2011 - 14:45

Merkur áfangi náðist í rafrænni skjalavörslu í ágúst þegar Þjóðskjalasafn samþykkti notkun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á rafrænu mála- og skjalavörslukerfi. Unnið hefur verið að varðveislu rafrænna gagna síðasta áratuginn hjá Þjóðskjalasafninu og liður í því var útgáfa reglna um rafræn opinber gögn sem birtust í Stjórnartíðindum í ágúst 2010.

Rafræn gögn
þriðjudagur, 6. september 2011 - 14:45

Árin 2007-2010 fóru fram umfangsmikil skráningarverkefni á landsbyggðinni á vegum Þjóðskjalasafns. Markmiðið var að skapa störf og vinna að mikilvægum skráningum á skjalasöfnum og gera manntöl þjóðarinnar aðgengileg á vefnum. Samanlagðar fjárveitingar voru 290 milljónir króna og alls sköpuðust um 50 ársverk á sex stöðum utan höfuðborgarsvæðisins.

Skýrsla um verkefni á landsbyggðinni
laugardagur, 27. ágúst 2011 - 22:45

Skjalaskrár Þjóðskjalasafns voru settar á vef safnsins árið 2002. Umhverfi skránna og hugbúnaður hefur ekki verið endurnýjaður þótt það væri löngu komið á dagskrá. Öryggi skránna var því afar lítið og viðbúið að þær gætu orðið tölvuþrjótum að bráð. Það gerðist í janúar síðastliðnum.

Tölvuveira
mánudagur, 6. júní 2011 - 14:45

Frá og með 1. júní 2011 þurfa afhendingarskyldir aðilar sem vilja afhenda pappírsskjalasafn til Þjóðskjalasafns Íslands til varanlegrar varðveislu að óska eftir því á þar til gerðu eyðublaði. Hægt er að nálgast eyðublaðið á vef safnsins á síðunni Reglur og leiðbeiningar um skjalavörslu ríkisstofnana undir efnisþættinum Eyðublöð vegna afhendingar pappírsskjalasafna.

Eyðublöð
miðvikudagur, 25. maí 2011 - 14:45

Norræn ráðstefna um rafræna skjalavörslu (Nordisk El-Arkivseminar) verður haldin á Hótel Selfossi dagana 26. og 27. maí 2011. Á ráðstefnunni verður einkum fjallað um varðveislu rafrænna gagna til langs tíma. Auk íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum.

Ráðstefnan var haldin á Hótel Selfossi

Pages