Forsíða

Fréttir

laugardagur, 7. júlí 2012 - 14:45

Námskeiðsáætlun Þjóðskjalasafns fyrir komandi vetur 2012-2013 hefur verið birt hér á vefnum. Fjöldi námskeiða er í boði eins og hefur verið árin á undan. Eins og áður verður í boði almennt námskeið í skjalavörsluauk sértækari námskeiða, s.s. um gerð málalykla, gerð skjalavistunaráætlunar, frágang og skráningu pappírsskjalasafna og rafræna skjalavörslu.

föstudagur, 6. júlí 2012 - 16:30

Þjóðskjalasafn verður lokað frá og með 9. júlí til og með 7. ágúst. Á þessum tíma eru flestir starfsmenn safnsins í sumarleyfi. Ef mikið liggur við, verður leitast við að sinna erindum frá stofnunum í síma 820 3311.

Gleðilegt sumar!

fimmtudagur, 21. júní 2012 - 11:45

Í morgun rofnaði símasamband við Þjóðskjalasafnið, en er nú komið á aftur. Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

fimmtudagur, 21. júní 2012 - 8:45

Símastrengur var slitinn fyrir utan Þjóðskjalasasafn í morgun og því er ekki hægt að ná sambandi við Þjóðskjalasafn í uppgefið símanúmer safnsins. Hægt er að ná sambandi við safnið í síma 820 3315 á meðan sambandsleysið varir.

föstudagur, 8. júní 2012 - 14:45

Karl-Erik Frandsen, cand. mag. í sögu og landafræði, dr. phil. og lektor í sögu við Hafnarháskóla, hélt í dag erindi um viðbrögð danskra stjórnvalda vegna plágunnar í Danmörku 1711. Hann fjallaði sérstaklega um þá skjalaflokka sem þá urðu til og hafa verið honum rannsóknarefni.

föstudagur, 8. júní 2012 - 8:45

Ólafi Ásgeirssyni þjóðskjalaverði hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá störfum af heilsufarsástæðum frá 1. júní 2012. Ólafur hefur verið þjóðskjalavörður frá árinu 1984 og var þar áður skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í sjö ár.

Pages