Pantanir

Afrit á pappír

Salvörður afgreiðir ljósritunarbeiðnir, sem ná allt að 10 síðum. Fari beiðni fram yfir þau mörk, eða ef ljósritun er óheimil (sjá næstu grein), er afgreiðslufrestur að jafnaði þrír dagar. Stórar pantanir taka lengri tíma. Hægt er að fá afrit á pappír í stærðunum A4 og A3.

Ljósritun er óheimil, ef:

  1. Skjöl eru eldri en frá 1900.
  2. Pappír er stökkur og brothættur.
  3. Pappír er rifinn, trosnaður eða fúinn.
  4. Skjöl eru með daufu bleki.
  5. Skjöl eru stór og ná út fyrir gler á ljósritunarvél.
  6. Skjöl eru með lakk- eða vaxinnsiglum.
  7. Skjalabækur eru ekki ljósritaðar.

Í ofangreindum tilvikum þarf að panta stafræn afrit (sem hægt er að fá útprentuð) eða taka ljósmyndir með eigin myndavél. Sjá reglur um það.

Stafræn afrit

Hægt er að panta stafræn afrit af skjölum í mismunandi gæðum allt að 600 punktum á tommu (dpi).

Skilmálar um notkun afrita af gögnum í Þjóðskjalasafni

Almennt gildir að afrit eru til einkanota og því óheimilt að afhenda þau öðrum eða gera af þeim afrit handa öðrum. Gildir það bæði um pappírsafrit og stafræn afrit. Þjóðskjalasafn gerir kröfu um að þeir, sem nota gögn sem safnið varðveitir, vísi til safnsins sem vörsluaðila frumgagnanna.