Skjalavörður/sérfræðingur óskast

föstudagur, 20. janúar 2012 - 9:45
  • Þjóðskjalasafn Íslands
    Þjóðskjalasafn Íslands

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf skjalavarðar/sérfræðings á skjalasviði.

Á skjalasviði er tekið við skjalasöfnum opinberra aðila sem og einkaskjalasöfnum. Sviðið annast ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um frágang til langtímavörslu pappírsgagna og rafrænna gagna. Skráning safnkosts, forvarsla og úrvinnsla á gögnum safnsins er meðal verkefna þess.

Starfið felst einkum í ráðgjöf um skjalavörslu við opinberar stofnanir og aðra afhendingarskylda aðila og viðtöku og varðveislu einkaskjalasafna. Meðal verkefna eru; ráðgjöf um málalykla og eftirlit með skjalavörslu opinberra aðila, leiðbeiningar um skil gagna til Þjóðskjalasafns bæði rafrænna gagna og pappírsgagna, mat á varðveislugildi gagnakerfa, samning leiðbeininga, námskeiðahald, skráning og frágangur skjalasafna og viðtaka einkaskjalasafna. Viðkomandi tekur þátt í ýmsum öðrum verkefnum skjalasviðs.

 

Sjá auglýsingu um starfið.