Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 14. júní 2017 - 10:15

Í tilefni af 135 ára afmælis Þjóðskjalasafns Íslands hefur safnið sett upp sýningu á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Kort Þorkels Fjeldsted af Reykjanesi í Barðastrandarsýslu
þriðjudagur, 6. júní 2017 - 11:00

Ríkisskjalasafn Noregs á 200 afmæli í dag, 6. júní. Á dagskrá í tilefni afmælisins í Gamle Logen i Osló, er nýjasta samstarfsverkefni norrænu ríkisskjalasafnanna kynnt opinberlega. Þar er um að ræða sameiginlegan vef skjalasafnanna Nordisk Arkivportal. Vefurinn fer þó ekki strax í loftið en vonandi verður það innan fárra vikna.

Gamle Logen i Osló
föstudagur, 2. júní 2017 - 10:45

Fundur norrænu ríkisskjalavarðanna og aðstoðarstjórnenda var haldinn 21. - 23. maí síðastliðinn að Leirubakka í Landsveit. Alls sátu 15 stjórnendur fundinn sem stóð í tvo daga. Hluta fundartímans sátu ríkisskjalaverðir yfir sínum sérmálum og á sama tíma gerðu aðstoðarstjórnendur það sama. Mestan part sátu men þó saman og þinguðu um sameiginleg verkefni og mögulegt framtíðarsamstarf.

Ríkisskjalaverðir og aðstoðarmenn
fimmtudagur, 30. mars 2017 - 11:30

Þann 3. apríl nk. fagnar starfsfólk Þjóðskjalasafns Íslands 135 ára afmæli safnsins. Stofnun þess miðast við auglýsingu landshöfðingja um starfrækslu landsskjalasafns þann 3. apríl 1882. Í upphafi varðveitti safnið skjöl helstu embætta sem komust fyrir á Dómkirkjuloftinu í Reykjavík.

Þjóðskjalasafn Íslands 135 ára

Pages