Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 4. desember 2018 - 13:00

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra afhenti Þjóðskjalasafni stafræn afrit af um 22.000 skjölum úr ríkisskjalasafni Danmerkur um samskipti Íslands og Danmerkur á fyrri hluta 20. aldar, en þau skjöl hafa nú að hluta til verið gerð aðgengileg á nýjum stafrænum heimildavef Þjóðskjalasafns Íslands.

Lars Løkke Rasmusen forsætisráðherra ávarpar gesti
miðvikudagur, 26. september 2018 - 16:45

Þriðja bindið af skjölum Landsnefndarinnar fyrri er komið út og verður útgáfunni fagnað með hátíðardagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 27. september kl. 17:00 - 18:30. 

Dagskrá 

Landsnefndin fyrri - 3. bindi
fimmtudagur, 20. september 2018 - 15:15

Sýningin Lífsblómið fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Titillinn er sóttur í skáldsögu Halldórs Laxness Sjálfstætt fólk, sem gerist á þeim tíma er Ísland varð fullvalda ríki. Rétt eins og þetta þekkta bókmenntaverk fjallar Lífsblómið um hina djúpu þrá eftir sjálfstæði. Hún fjallar einnig um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er.

Lífsblómið - fullveldi Íslands í 100 ár
miðvikudagur, 23. maí 2018 - 17:00

Ráðstefnan XXV. norrænu skjaladagarnir hefst í Reykjavík í dag. Skráðir þátttakendur eru um 300 frá öllum Norðurlöndunum.

XXV. Nordiske Arkivdage 2018
miðvikudagur, 25. apríl 2018 - 11:15

Einkaskjöl Bjarna Vilhjálmssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar voru afhent Þjóðskjalasafni föstudaginn 6. apríl sl. Börn Bjarna þau Kristín, Eiríkur, Elísabet og Vilhjálmur komu öll saman og afhentu safninu um hálfan hillumetra af skjölum föður síns.

Afhending skjala Bjarna Vilhjálmssonar

Pages