Forsíða

Fréttir

mánudagur, 7. september 2020 - 15:30

Þjóðskjalasafn Íslands mun halda árlega vorráðstefnu safnsins í beinni vefútsendingu þriðjudaginn 15. september næstkomandi kl. 10-11:30. Upphaflega stóð til að halda vorráðstefnuna í maí síðastliðnum en nauðsynlegt var að fresta henni vegna sóttvarnarráðstafna.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 1. september 2020 - 8:30

Í vikunni hefst kennsla í diplómanámi í hagnýtri skjalfræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða nýja 30 eininga námsleið sem er kennd í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands. Námið er opið öllum sem lokið hafa BA, BS eða B.Ed. prófi og hentar þeim sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki.

Helga Jóna Eiríksdóttir skjalavörður.
fimmtudagur, 27. ágúst 2020 - 14:15

Vegna frétta í fjölmiðlum og yfirlýsingar Verðlagsstofu skiptaverðs á vef stofnunarinnar 25. ágúst sl. um tilurð skjals sem fannst nýlega á aflögðu gagnadrifi stofnunarinnar hefur Þjóðskjalasafn Íslands hafið athugun á hvort að skjalavarsla og skjalastjórn Verðlagsstofu skiptaverðs sé í samræmi við lög.

laugardagur, 1. ágúst 2020 - 11:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur ákveðið að grípa til eftirfarandi aðgerða vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda, sbr. auglýsingu nr. 758/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á hádegi 31. júlí 2020:

COVID-19 heimsfaraldur
miðvikudagur, 1. júlí 2020 - 12:45

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður var í viðtali í fréttum RÚV klukkan níu í morgun og fjallaði um nýja eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins sem fram fór í febrúar 2020. Könnunin leiddi m.a. í ljós að víða er pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins þó að eitt og annað sé þar á réttri leið.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Mynd: RÚV/Óðinn Jónsson.
þriðjudagur, 23. júní 2020 - 9:15

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins sem fram fór í febrúar 2020. Í skýrslunni eru upplýsingar um könnunina, tölulegar niðurstöður og umfjöllun um helstu ályktanir og niðurstöður. Þar eru einnig tillögur til úrbóta og nefnt hver gætu verið næstu skref í skjalamálum ríkisins.

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2020

Pages