Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 6. febrúar 2020 - 11:15

Í gær var Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir verk sitt: Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi, en Hagþenkir hefur um árabil veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur og Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri í Þjóðskjalasafni Íslands.
miðvikudagur, 5. febrúar 2020 - 13:15

Þjóðskjalasafn Íslands og óbyggðanefnd undirrituðu í gær samning um gagnaöflun Þjóðskjalasafns fyrir óbyggðanefnd.

Undirritun samnings
þriðjudagur, 4. febrúar 2020 - 11:15

Frá upphafi hefur veður líklegast verið eftirlætis umræðuefni Íslendinga. Í tilefni af 100 ára afmæli Veðurstofu Íslands mun Þjóðskjalasafnið í samvinnu við Veðurstofuna fjalla um margvíslegt efni sem tengist veðri, jöklum, eldgosum og skriðuföllum á Safnanótt 2020. Sérfræðingar Veðurstofunar munu flytja fyrirlestra um fjölbreytt efni og sýnd verða skjöl sem tengjast efninu.

Óveður 16. september 1936, þegar franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas fórst við Áltanes á Mýrum.
þriðjudagur, 21. janúar 2020 - 12:15

Jarðvísindastofun Háskóla Íslands hefur gert jarðskjálftarit (seismograms) frá árunum 1910-2010 aðgengileg til rannsókna. Gert er ráð fyrir að alls sé um að ræða um 300.000 pappírsafrit og er þegar búið að skanna tæplega 138.000 blöð.

Jarðskjálftarit
mánudagur, 23. desember 2019 - 12:00

Þjóðskjalasafn Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar farsælt samstarf á árinu sem senn er liðið.

Þjóðskjalasafn gaf út á árinu Prestakköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi eftir Björk Ingimundardóttur sagnfræðing og fyrrverandi skjalavörð. Bakgrunnsmynd jólakveðjunnar sýnir sóknarmörk í Húnaþingi á 19. öld.

Gleðileg jól!
fimmtudagur, 12. desember 2019 - 10:00

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar drög að reglum um tilkynningu og samþykkt á rafrænum gagnasöfnum og skilum afhendingarskyldra aðila. Tengil á drög að reglunum ásamt greinargerð er að finna hér fyrir neðan. Þjóðskjalasafn er framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar skv. 3. gr. laga nr.

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages