Forsíða

Fréttir

föstudagur, 7. maí 2021 - 19:00

Þjóðskjalasafn Íslands hefur tekið upp þjónustu SignetTransfer til að flytja gögn á öruggan hátt með rafrænum hætti. Fyrst um sinn er þjónustan notuð annars vegar fyrir upplýsingaþjónustu safnsins til að senda viðskiptavinum rafræn afrit af skjölum úr safnkostinum í stað pappírsljósrita og hins vegar til að taka við gögnum frá afhendingarskyldum aðilum sem innihalda viðkvæmar upplýsingar.

SignetTransfer
fimmtudagur, 29. apríl 2021 - 9:00

Þjóðskjalasafn Íslands tók formlega á móti afhendingu frá Orkustofnun á frumritum teikningasafns stofnunarinnar sl. þriðjudag. Í afhendingunni eru alls 45.000 teikningar sem unnar voru á vegum teiknistofu Orkustofnunar og forvera hennar á tímabilinu 1924-2001.

Dr. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og Þórunn Erla Sighvats upplýsingafræðingur hjá Orkustofnun skoða frumritaskrár teikningasafnsins ásamt Nirði Sigurðssyni sviðsstjóra skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns við formlega afhendingu teikningasafnsins.
fimmtudagur, 25. febrúar 2021 - 14:45

Frá og með 1. mars 2021 verður afgreiðslutími á lestrarsal og afgreiðslu safnsins sem hér segir:

Mánudaga kl. 10-18.
Þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10-17.
Föstudaga kl. 10-15.

Afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162.
laugardagur, 16. janúar 2021 - 10:45

Á vefsetri Þjóðskjalasafns er nú aðgengilegur gagnagrunnur sem tekur til uppskrifta dánarbúa, skiptabóka og uppboða sem til eru frá 18. og 19. öld. Verkefnið var unnið af stærstum hluta af Má Jónssyni prófessor.

Dánarbúin eru þungamiðja verkefnisins og innihalda þau nákvæmar skrár yfir eigur fólks og taka m.a. til fatnaðar, sængurfata, mataríláta, verkfæra og búfjár.

Dánarbú Jóns Hallssonar á Barkastöðum í Miðfirði.
fimmtudagur, 14. janúar 2021 - 15:45

Þjóðskjalasafn Íslands og Biskupsstofa standa nú að samstarfsverkefni um skjalasöfn prestakalla. Prestaköll, sem hluti þjóðkirkjunnar, falla undir lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og ber því skylda til að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sem verða til, hafa borist eða hefur verið viðhaldið í starfseminni.

Úr skjalageymslum Þjóðskjalasafns Íslands.
miðvikudagur, 13. janúar 2021 - 11:30

Á síðastliðnu ári stóðu yfir framkvæmdir og endurbætur á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg 162. Hinn 15. desember síðastliðinn opnaði lestrarsalur safnsins á nýjan leik og á meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að sameina almenna afgreiðslu og afgreiðslu lestrarsalar.

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands.

Pages