Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 4. október 2022 - 15:30

Þjóðskjalasafn Íslands skilaði skjölum þýska ræðismannsins á Íslandi til Þýskalands í sérstakri athöfn sem fram fór í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær, þann 3. október. Skjölin voru upphaflega gerð upptæk þann 10. maí 1940 þegar Ísland var hernumið af Bretum og þegar breskt hernámslið yfirtók bústað þýska ræðismannsins að Túngötu 18 í Reykjavík.

Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, afhendir Prof. Dr. Michael Hollmann, forseta Sambandsskjalasafns Þýskalands, skjölin.
mánudagur, 19. september 2022 - 14:30

Fjölmenni lagði leið sína á Þjóðskjalasafn í síðustu viku þegar útgáfu sjötta og síðasta bindis í heildarútgáfu á skjölum Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771 var fagnað á árlegum Rannsóknardegi safnsins.

Útgáfuhóf 6. bindis Landsnefndarinnar fyrri, lokaútgáfa
fimmtudagur, 1. september 2022 - 11:15

Í tilefni af því að út er komið sjötta og síðasta bindið af heildarsafni skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771, verður haldin ráðstefna í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, fimmtudaginn þann 15. september n.k. Dagskráin hefst klukkan 13:30 og er áætlað að henni ljúki um 16:30.

Bækur Landsnefndarinnar fyrri
miðvikudagur, 17. ágúst 2022 - 13:00

Ráðstefnan Norrænir skjaladagar fer fram dagana 1. – 2. september nk. í Stokkhólmi. Um 400 þátttakendur sitja ráðstefnuna, en þar af eru um 30 þátttakendur frá Íslandi. Norrænir skjaladagar eru einn meginvettvangur norrænna skjalasafna og samstarfs norrænna þjóðskjalasafna í skjalavörslu og skjalastjórn. Ráðstefnan byggir á langri hefð og hefur verið haldin að jafnaði þriðja hvert ár frá 1935.

fimmtudagur, 11. ágúst 2022 - 12:30

Frá og með 15. ágúst 2022 breytist afgreiðslutími á lestrarsal og í afgreiðslu Þjóðskjalasafns. Meginbreytingin er að lokað verður á föstudögum en á móti opna lestrarsalur og afgreiðsla fyrr mánudaga til fimmtudaga.

þriðjudagur, 28. júní 2022 - 10:30

Vegna sumarleyfa verður styttri afgreiðslutími á lestrarsal og afgreiðslu frá 1. júlí til og með 12. ágúst nk. Afgreiðslutími verður sem hér segir:

 

Lestrarsalur

Pages