Forsíða

Fréttir

föstudagur, 19. júní 2020 - 13:00

Rakel Olsen afhenti þann 18. júní sl. einkaskjalasafn Sigurðar Ágústssonar (1897-1976) alþingismanns og kaupmanns í Stykkishólmi Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu. Skjalasafn Sigurðar er 11 hillumetrar að stærð og geymir fjölbreyttar heimildir um ævi og störf Sigurðar, allt frá persónulegum bréfum og dagbókum til viðskipta og stjórnmálastarfs hans.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Rakel Olsen undirrita samning um afhendingu einkaskjalasafns Sigurðar Ágústssonar til Þjóðskjalasafns.
föstudagur, 29. maí 2020 - 16:15

Græni hópurinn hjá Þjóðskjalasafni tók í dag við viðurkenningu frá Umhverfisstofunin í tilefni þess að Þjóðskjalasafn hefur tekið 2., 3. og 4. Græna skrefið. Innleiðing Grænu skrefanna hefur gengið hratt og öruglega fyrir sig hjá Þjóðskjalasafni.

Græni hópurinn í Þjóðskjalasafni ásamt Hildi Harðardóttur frá Umhverfisstofnun. F.v.: Helga Hlín Bjarnadóttir, Ragnhildur Anna Kjartansdóttir, Anna Elínborg Gunnarsdóttir, Gunnar Örn Hannesson, Hildur Harðardóttir og Bjarni Þórðarson.
miðvikudagur, 27. maí 2020 - 14:30

Í gær var formlega opnaður vefurinn Orðabelgur – Sögulegt hug­taka­safn Þjóð­skjala­safns Íslands, sem geymir safn hugtaka, orða, skammstafana og tákna sem Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur hefur dregið saman og skýrt.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur.
föstudagur, 8. maí 2020 - 12:15

Samningur milli Alþingis, Þjóðskjalasafns Íslands og Sögufélags var undirritaður í Þjóðskjalasafni 7. maí sl. þar sem handsalað var útgáfuverkefni til tíu ára á dómum og skjölum yfirréttarins á Íslandi og aukalögþinga. Yfirrétturinn var starfandi á Þingvöllum frá 1563-1800. Elstu varðveittu dómsskjölin sem hafa varðveist eru frá árinu 1690.

Frá undirritun samnings um útgáfu á skjölum Yfirréttarins á Íslandi.
þriðjudagur, 28. apríl 2020 - 11:30

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns opnar að nýju þann 4. maí nk. en þá verður heimilt að opna söfn að nýju samkvæmt auglýsingu stjórnvalda um breytingar á samkomubanni. Hafnar eru framkvæmdir vegna endurbóta á lestrarsalnum sem miða að því að bæta aðstöðu og öryggi gesta, starfsfólks og safnkosts. Stefnt er að því að opna endurbættan lestrarsal í ágúst næstkomandi.

Bráðabirgðaraðstaða í fyrirlestrarsal Þjóðskjalasafns.
miðvikudagur, 22. apríl 2020 - 16:45

Þjóðskjalasafn hefur það hlutverk að úthluta verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valdra skjalaflokka á héraðsskjalasöfnum. Auglýst var eftir umsóknum meðal héraðsskjalasafna 27. febrúar 2020 með umsóknarfresti til og með 1. apríl. Alls bárust 27 umsóknir frá 11 héraðsskjalasöfnum að upphæð 45.435.860 kr.

Héraðsskjalasöfn á Íslandi

Pages