Þjóðskjalasafn Íslands tekur þátt í Safnanótt sem fram fer 3. febrúar nk. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem Safnanótt er haldin í Reykjavík. Þema safnanætur í Þjóðskjalasafni að þessu sinni er „eldgos“ en í ár eru 240 ár frá því að Skaftáreldar hófust, 60 ár frá því að gos í Surtsey byrjaði og 50 ár frá eldgosinu í Heimaey.
Afgreiðslutími lestrarsalar verður með hefðbundnu sniði milli jóla og nýárs, fyrir utan að nýjar skjalapantanir verða ekki sóttar. Pantarnir þurfa að berast fyrir dagslok fimmtudaginn 22. desember.
Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar drög að reglum um varðveislu og eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Tengil á drög að reglunum ásamt greinargerð er að finna hér fyrir neðan. Þjóðskjalasafn er framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar skv. 3. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og skal m.a.
Ársskýrsla Þjóðskjalasafns Íslands fyrir árið 2021 er komin út. Í henni er að finna upplýsingar um starfsemi Þjóðskjalasafns á síðasta ári. Nú eru ársskýrslur safnsins eingöngu gefnar út á rafrænu formi á vef safnsins.
Ársskýrslu Þjóðskjalasafns fyrir árið 2021 má nálgast hér.
Lestrarsalur – skertur afgreiðslutími nk. fimmtudag 20. október
Fimmtudaginn 20. október nk. verður starfsdagur í Þjóðskjalasafni Íslands. Af þessum sökum verður skertur afgreiðslutími á lestrarsal og lokað fyrr en venjulega, eða kl. 15:00.
Skjalafréttir er fréttabréf Þjóðskjalasafns sem birtir tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, upplýsingar um námskeið og fjölbreyttan fróðleik sem tengist skjalavörslu almennt.
Við hvetjum ykkur til að velja umhverfisvænan ferðamáta þegar þið komið til okkar.
Hjólabogar eru við aðalinnganginn og við lestrarsalinn.
Hlemmur er í 5 mínútna göngufjarlægð og strætisvagnar 2, 5, 14, 15 og 17 stansa fyrir framan.
Heimild mánaðarins
Í heimild júnímánaðar fjallar Árni Jóhannsson um viðhorf til ýmissa samfélagshópa sem töldust vera utangarðs. Samband íslenskra sveitarfélaga notaði orðið "vandræðafólk" um þennan þjóðfélagshóp. Árið 1947 ákvað Sambandið að taka saman skýrslu um þetta fólk til að fá yfirsýn yfir fjölda þeirra og sendi í því skyni bréf til sveitarstjórna þar sem óskað var upplýsinga. Heimild mánaðarins fjallar um bréf sent til Hafnarhrepps og svar oddvita hreppsins.