Eftirlitskönnun með afhendingarskyldum aðilum ríkisins 2024

miðvikudagur, 7. febrúar 2024 - 10:45
  • Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2020. Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands
    Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2020. Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands

Þjóðskjalasafn Íslands hefur sent dreifibréf til forstöðumanna afhendingarskyldra aðila ríkisins þess efnis að könnun verði gerð á skjalavörslu og skjalastjórn þeirra. Könnunin verður send út miðvikudaginn 14. febrúar og mun hlekkur á könnunina berast forstöðumönnum með tölvupósti. Líklegt þykir að skjalastjórar eða umsjónarmenn skjalasafna afhendingarskyldu aðilanna verði fengnir til að svara könnuninni og því eru þeir beðnir að vera vakandi fyrir þessari sendingu.

Rétt er að hafa í huga að hér er ekki um skoðanakönnun að ræða heldur upplýsingaöflun sem byggir á lögboðnu hlutverki Þjóðskjalasafns og því vinsamlegast farið fram á að allir svari.

Farið er þess á leit að könnuninni sé svarað eigi síðar en 28. febrúar næstkomandi. Árni Jóhannsson, skjalavörður, hefur umsjón með verkinu. Beina má spurningum til hans á póstfangið arni.johannsson@skjalasafn.is