Norræni skjaladagurinn 2011 í Þjóðskjalasafni

laugardagur, 5. nóvember 2011 - 8:45
  • Norræni skjaladagurinn 2011
    Norræni skjaladagurinn 2011

Norræna skjaladaginn ber upp á laugardaginn 12. nóvember í ár. Á þeim degi sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi sinni og verður af því tilefni opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is, næsta þriðjudag. Þar verður margvíslegur fróðleikur frá skjalasöfnunum sem tengist þema dagsins sem er „verslun og viðskipti“. Fylgist með og takið daginn frá fyrir skjalasöfnin.