Við leitum að nýjum skjalastjóra

föstudagur, 16. febrúar 2024 - 10:45
  • Þjóðskjalasafn Íslands, skjalageymslur
    Þjóðskjalasafn Íslands, skjalageymslur

Þjóðskjalasafn Íslands leitar að metnaðarfullum sérfræðingi á sviði skjala- og upplýsingamála í starf skjalastjóra.  Þjóðskjalasafn er leiðandi á sviði opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar og er jafnframt skjalasafn allrar þjóðarinnar. Þar er varðveitt stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar.

Nú standa yfir mestu breytingar í starfsemi Þjóðskjalasafns um langt skeið, þar sem áhersla er lögð á stafræna umbreytingu, örugga varðveislu, gott aðgengi og sjálfbærni. Hér er því tækifæri til þess að taka þátt í spennandi breytingum á mikilvægri stjórnsýslustofnun.

Frekari upplýsingar um starfið má nálgast á Alfreð og Starfatorgi.