Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 17. ágúst 2022 - 13:00

Ráðstefnan Norrænir skjaladagar fer fram dagana 1. – 2. september nk. í Stokkhólmi. Um 400 þátttakendur sitja ráðstefnuna, en þar af eru um 30 þátttakendur frá Íslandi. Norrænir skjaladagar eru einn meginvettvangur norrænna skjalasafna og samstarfs norrænna þjóðskjalasafna í skjalavörslu og skjalastjórn. Ráðstefnan byggir á langri hefð og hefur verið haldin að jafnaði þriðja hvert ár frá 1935.

fimmtudagur, 11. ágúst 2022 - 12:30

Frá og með 15. ágúst 2022 breytist afgreiðslutími á lestrarsal og í afgreiðslu Þjóðskjalasafns. Meginbreytingin er að lokað verður á föstudögum en á móti opna lestrarsalur og afgreiðsla fyrr mánudaga til fimmtudaga.

þriðjudagur, 28. júní 2022 - 10:30

Vegna sumarleyfa verður styttri afgreiðslutími á lestrarsal og afgreiðslu frá 1. júlí til og með 12. ágúst nk. Afgreiðslutími verður sem hér segir:

 

Lestrarsalur
miðvikudagur, 22. júní 2022 - 11:00

Innviðaráðherra úthlutaði í byrjun maímánaðar 35 milljónum króna til fjögurra verkefna vegna fjarvinnslustöðva á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.

Sóknarmanntal Vallaness prestakall 1936-1952
miðvikudagur, 11. maí 2022 - 9:00

Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram þann 31. maí næstkomandi á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hagur stjórnsýslunnar og réttindi borgaranna sem er bein vísun í 1. gr. laga um opinber skjalasöfn. Flutt verða fjögur erindi um skráningu mála, afhendingarskyldu einkaaðila, aðgang að gögnum og eftirlit Þjóðskjalasafns.

Mynd frá fyrri vorráðstefnu Þjóðskjalasafns
föstudagur, 29. apríl 2022 - 15:15

Þjóðskjalasafn Íslands og Biskupsstofa, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, hafa undanfarið átt í samstarfi um skjalamál prestakalla. Markmiðið er að til verði sértækar og handhægar leiðbeiningar um skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla og að fræðsla um skjalahald fyrir presta verði eflt.

Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður, segir frá starfsemi Þjóðskjalasafns og lagaumhverfi skjalavörslu og skjalastjórnar afhendingarskyldra aðila á Íslandi.

Pages