Breyttur afgreiðslutími á lestrarsal og í afgreiðslu

fimmtudagur, 11. ágúst 2022 - 12:30
  • Lestrarsalur
    Lestrarsalur

Frá og með 15. ágúst 2022 breytist afgreiðslutími á lestrarsal og í afgreiðslu Þjóðskjalasafns. Meginbreytingin er að lokað verður á föstudögum en á móti opna lestrarsalur og afgreiðsla fyrr mánudaga til fimmtudaga. Undanfarin ár hefur gestum farið fækkandi ár frá ári sem má rekja til þess að meira af stafrænum heimildum eru nú aðgengilegar á vef safnsins og geta notendur safnkostsins því nálgast eftirsóttar heimildir án þess að þurfa að gera sér ferð á lestrarsal. Þá hefur gestafjöldi ekki náð sama fjölda eftir kórónuveirufaraldurinn.

Afgreiðslutími verður sem hér segir:

Dagur Tími
Mánudagur 09:30-16:00
Þriðjudagur 09:30-16:00
Miðvikudagur 09:30-16:00
Fimmtudagur 09:30-16:00
Föstudagur Lokað