Þjóðskjalasafn hlýtur hæsta styrk vegna fjarvinnslustöðva

miðvikudagur, 22. júní 2022 - 11:00
  • Sóknarmanntal Vallaness prestakall 1936-1952
    Sóknarmanntal Vallaness prestakall 1936-1952

Innviðaráðherra úthlutaði í byrjun maímánaðar 35 milljónum króna til fjögurra verkefna vegna fjarvinnslustöðva á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.

Þjóðskjalasafn Íslands hlaut að þessu sinni hæsta styrk kr. 16.504.000 fyrir árin 2022-2023. Um er að ræða innslátt sóknarmanntala sem varðveitt eru í frumritum í Þjóðskjalasafni í leitarbærann gagnagrunn. Ráðið verður í tvær tímabundnar 70% stöður á Bakkafirði og Raufarhöfn í allt að 18 mánuði við innslátt á sóknarmanntölum.

Í Þjóðskjalasafni eru varðveitt ríflega 1500 sóknarmannatöl frá um miðri 18. öld til miðrar 20. aldar og hefur verið unnið að innslætti þeirra í leitarbærann gagnagrunn á undanförnum árum. Þegar hafa verið birtar upplýsingar á vef Þjóðskjalasafns úr sóknarmanntölum sem hafa verið stafvædd, http://salnaregistur.manntal.is/. Sóknarmanntölin eru frumheimildir um líf og störf Íslendinga frá 18.-20. aldar.

Þjóðskjalasafn hefur auglýst eftir starfsfólki á Bakkafirði og Raufarhöfn með umsóknarfresti til og með 4. júlí næstkomandi, sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/auglysing/?id=29383

Frétt Byggðastofnunar um úthlutun til fjarvinnslustöðva: https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/innvidaradherra-uthlutar-35-milljonum-til-fjarvinnustodva