Norrænir skjaladagar framundan

miðvikudagur, 17. ágúst 2022 - 13:00
  • Norrænir skjaladagar í Stokkhólmi 2022
    Norrænir skjaladagar í Stokkhólmi 2022

Ráðstefnan Norrænir skjaladagar fer fram dagana 1. – 2. september nk. í Stokkhólmi. Um 400 þátttakendur sitja ráðstefnuna, en þar af eru um 30 þátttakendur frá Íslandi. Norrænir skjaladagar eru einn meginvettvangur norrænna skjalasafna og samstarfs norrænna þjóðskjalasafna í skjalavörslu og skjalastjórn. Ráðstefnan byggir á langri hefð og hefur verið haldin að jafnaði þriðja hvert ár frá 1935. Þetta er í 26. skipti sem hún fer fram og að þessu sinni bæði staðbundið og í gegnum vefinn. Þema ráðstefnunnar í ár eru „Skjalasöfn og samfélagið“.

Enn er hægt að skrá sig til þátttöku á ráðstefnunni í vefstreymi og fer skráning fram hér.

Meðfylgjandi er stutt kynningarmyndband ráðstefnunnar.

Heimasíða Norrænna skjaladaga 2022