Fræðsla um skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla

föstudagur, 29. apríl 2022 - 15:15
  • Heiðar Lind Hansson, skjalavörður, segir frá samstarfi við Biskupsstofu um gerð leiðbeiningarits um skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla og helstu áhersluatriðum þar um.
    Heiðar Lind Hansson, skjalavörður, segir frá samstarfi við Biskupsstofu um gerð leiðbeiningarits um skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla og helstu áhersluatriðum þar um.
  • Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður, segir frá starfsemi Þjóðskjalasafns og lagaumhverfi skjalavörslu og skjalastjórnar afhendingarskyldra aðila á Íslandi.
    Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður, segir frá starfsemi Þjóðskjalasafns og lagaumhverfi skjalavörslu og skjalastjórnar afhendingarskyldra aðila á Íslandi.
  • Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður, segir frá starfsemi Þjóðskjalasafns og lagaumhverfi skjalavörslu og skjalastjórnar afhendingarskyldra aðila á Íslandi.
    Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður, segir frá starfsemi Þjóðskjalasafns og lagaumhverfi skjalavörslu og skjalastjórnar afhendingarskyldra aðila á Íslandi.

Þjóðskjalasafn Íslands og Biskupsstofa, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, hafa undanfarið átt í samstarfi um skjalamál prestakalla. Markmiðið er að til verði sértækar og handhægar leiðbeiningar um skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla og að fræðsla um skjalahald fyrir presta verði eflt. Sem liður í þessari vinnu og til að fá yfirlit yfir ástand skjalamála prestakalla efndi Þjóðskjalasafn til könnunar á skjalavörslu og skjalastjórn þeirra á síðasta ári. Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar var gefin út á síðasta ári. Síðustu mánuði hefur í Þjóðskjalasafni verið unnið að gerð leiðbeiningarits um skjalahald prestakalla og er stefnt að því að það verði gefið út á haustmánuðum eftir að samráðsferli við prestaköll er lokið. Starfsmenn Þjóðskjalasafns fengu tækifæri til að kynna þessa vinnu á presta- og djáknastefnu á Hótel Laugarbakka í Miðfirði 28. apríl sl. og eiga samtal við presta um skjalamál prestakalla.