Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 30. maí 2013 - 11:30

Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður Færeyja og Annika Skaalum starfsmaður Landsskjalasafnsins heimsóttu Þjóðskjalasafn Íslands í gær og áttu fund með þjóðskjalaverði og starfsmönnum safnsins um verkefni Þjóðskjalasafns á sviði manntalsgrunna og skráningu sóknarmannatala.

Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður Færeyja
þriðjudagur, 7. maí 2013 - 10:45

Út er komið fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á þessu ári. Í blaðinu er m.a. umfjöllun um átaksverkefni Félags héraðsskjalavarða á Íslandi og  Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um söfnun íþróttaskjala, gildistöku nýrra upplýsingalaga á Íslandi og sagt frá skipun nýs þjóðskjalavarðar. Einnig eru í blaðinu fréttir og frásagnir af starfsemi skjalasafna á öllum Norðurlöndunum.

Forsíða Nordisk Arkivnyt
miðvikudagur, 24. apríl 2013 - 11:15

Brynja Björk Birgisdóttir hefur verið ráðin til starfa sem sviðsstjóri upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands.

Brynja Björk Birgisdóttir sviðsstjóri
mánudagur, 15. apríl 2013 - 14:45

Föstudaginn 12. apríl fór fram í Þjóðskjalasafni fundur stjórnenda Þjóðskjalasafns og héraðsskjalavarða landsins. Fundurinn var vel sóttur en alls sóttu fundinn 15 héraðsskjalaverðir eða fulltrúar þeirra. Nokkrir sérfræðingar Þjóðskjalasafns tóku þátt í fundinum undir einstökum liðum.

Fundur héraðsskjalavarða í Þjóðskjalasafni
þriðjudagur, 9. apríl 2013 - 15:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur undanfarin fjögur ár staðið fyrir reglulegum námskeiðum um skjalavörslu. Til að meta hvernig til hefur tekist  stendur nú yfir viðhorfskönnun um námskeið safnsins. Niðurstöður könnunarinnar munu auðvelda Þjóðskjalasafni að bæta þessa þjónustu og meta hvort þörf sé á fjölbreyttari fræðslu um skjalavörslu en boðið hefur verið upp á.

Gömul bókarblöð
mánudagur, 25. mars 2013 - 11:30

Þann 19. mars sl. lauk síðasta námskeiði Þjóðskjalasafns um skjalavörslu á þessum vetri. Þetta er fjórði veturinn sem Þjóðskjalasafn býður upp á regluleg námskeið í skjalavörslu og eru námskeiðin orðin fastur liður í öflugu fræðslustarfi safnsins.

Námskeið Þjóðskjalasafns fyrir lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Pages