Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 6. desember 2012 - 14:30

Þjóðskjalasafn hefur unnið að því síðustu mánuði að uppfæra og endurbæta eyðublöð sem afhendingarskyldir aðilar þurfa að fylla út. Eyðublöðin varða alla þætti skjalavörslu, en til að byrja með munu eyðublöð fyrir grisjun, afhendingu á pappírsskjölum og um tilkynningu rafrænna gagnakerfa vera uppfærð.

Rafræn eyðublöð
fimmtudagur, 6. desember 2012 - 13:15

Þann 9. nóvember var haldið sérstakt námskeið um skjalavörslu fyrir starfsmenn lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum. Á námskeiðinu var farið almennt yfir helstu lög og reglur sem gilda um skjalavörslu opinberra aðila, hverjir séu afhendingarskyldir aðilar og kröfur og fyrirmæli Þjóðskjalasafns til skjalavörslu þeirra.

Starfsmenn Lögreglustjórans á Suðurnesjum á námskeiði um skjalavörslu
miðvikudagur, 28. nóvember 2012 - 14:30

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eirík G. Guðmundsson í embætti þjóðskjalavarðar til fimm ára.
Eiríkur hefur starfað í Þjóðskjalasafni Íslands frá árinu 2001, lengst af sem sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs, en sl. eitt og hálft ár sem settur þjóðskjalavörður í forföllum Ólafs Ásgeirssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður
miðvikudagur, 21. nóvember 2012 - 9:15

Ólafur Ásgeirsson lét af starfi þjóðskjalavarðar af heilsufarsástæðum 1. júní síðastliðinn. Síðastliðinn föstudag var honum haldið kveðjuhóf í Þjóðskjalasafni Íslands. Þar voru samankomnir samstarfsmenn Ólafs frá ýmsum tímum og úr ýmsum störfum.

föstudagur, 16. nóvember 2012 - 14:30

Sautján starfsmenn Þjóðskjalasafns Íslands dvöldu í Edinborg dagana 11. - 14. október og kynntu sér starfsemi Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns Skotlands og skiptust á upplýsingum við starfssystkini sín þar ytra.

fimmtudagur, 15. nóvember 2012 - 20:15

Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra, afhenti þann 15. nóvember Þjóðskjalasafni Íslands einkaskjalasafn sitt til varanlegrar varðveislu. Svavar hefur áratugi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Hann var m.a. blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans 1971-1978, þingmaður 1978-1999, viðskiptaráðherra 1978-1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980-1983 og menntamálaráðherra 1988-1991.

Pages