Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf skjalavarðar/sérfræðings á skjalasviði.
Á skjalasviði er tekið við skjalasöfnum opinberra aðila sem og einkaskjalasöfnum. Sviðið annast ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um frágang til langtímavörslu pappírsgagna og rafrænna gagna. Skráning safnkosts, forvarsla og úrvinnsla á gögnum safnsins er meðal verkefna þess.