Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 23. september 2021 - 11:15

Þjóðskjalasöfn Íslands, Færeyja og Grænlands standa saman að þriggja ára verkefni um þróun hugbúnaðar til að veita aðgang að rafrænum gögnum sem söfnin taka við frá afhendingarskyldum aðilum. Öll löndin styðjast við sömu aðferðarfræði við langtímavarðveislu rafrænna gagna og því var ákveðið að efna til þessa samstarfs.

mánudagur, 20. september 2021 - 9:30

Þann 14. september sl. var skjalasafn Kvennaskólans í Reykjavík formlega afhent Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu. Skjalasafnið er um 17 hillumetrar að umfangi og nær yfir tímabilið 1873-1999. Skólinn sem var stofnaður árið 1874 er með elstu skólum landsins og því um einstakar heimildir að ræða.

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, Laufey Ásgrímsdóttir, skjalastjóri og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, glugga í einkunnabók frá árinu 1878-1882 sem hefur að geyma heimildir um námsmeyjar skólans fyrstu árin og nám þeirra. Einkunnabækurnar eru einn stærsti hluti safnsins, en í þeim má finna nöfn nemenda og einkunnir þeirra í ýmsum námsgreinum sem kenndar voru, s.s. hekl, prjón, baldring, reikning og íslensku, ásamt lesskrám og listum yfir námsefni.
mánudagur, 20. september 2021 - 9:15

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi rituðu nýverið undir samning um samstarf um skráningu, og rannsóknir á dómabókum úr Múlasýslu á árabilinu 1752-1900.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi rita undir samstarfssamning um dómabækur
mánudagur, 6. september 2021 - 10:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur fengið umhverfisstjórnunarkerfið sitt vottað í samræmi við ISO 14001 staðalinn. Formlegum úttektum á umhverfisstjórnunarkerfi Þjóðskjalasafns lauk í júní síðastliðinn. Það var BSI á Íslandi sem framkvæmdi úttektina.

Umhverfisvottun ISO 14001
föstudagur, 27. ágúst 2021 - 8:45

Frá og með 1. september 2021 verður afgreiðslutími á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands sem hér segir:

  • Mán.-fim. kl. 10-16
  • Fös. kl. 10-15.

 

Afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162.
miðvikudagur, 23. júní 2021 - 12:00

Með bréfi dags. 12. maí 2020 skipaði Hrefna Róberts­dóttir, þjóð­skjala­vörður, vinnuhóp undir forystu Þjóð­skjalasafns Íslands um langtíma­varð­veislu og meðferð sjúkra­skrár­upp­lýsinga. Um varðveislu og afhendingu sjúkra­skráa fer eftir lögum nr. 55/2009 um sjúkraskrár.

Vinnuhópur um varðveislu sjúkraskráa. Frá vinstri: Njörður Sigurðsson frá Þjóðskjalasafni, Aðalbjörg Guðmundsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti, Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Sara Halldórsdóttir frá Embætti landlæknis og Torfi Magnússon frá Landspítala. Á myndina vantar Jóhann M. Lenharðsson frá Embætti landlæknis.

Pages