Vestnorræn samvinna um rafræna skjalavörslu

fimmtudagur, 23. september 2021 - 11:15
  • Fulltrúar Þjóðskjalasafna Íslands, Færeyja og Grænlands funduðu um verkefnið í Þórshöfn í Færeyjum þann 31. ágúst sl. í tilefni Vestnorræns skjalaþings sem þar var haldið. Gestir á fundinum voru fulltrúar frá Borgarskjalasafni Kaupmannahafnar sem kynntu hugbúnaðarlausn sem safnið nýtir við að veita aðgang að rafrænu gögnum.
    Fulltrúar Þjóðskjalasafna Íslands, Færeyja og Grænlands funduðu um verkefnið í Þórshöfn í Færeyjum þann 31. ágúst sl. í tilefni Vestnorræns skjalaþings sem þar var haldið. Gestir á fundinum voru fulltrúar frá Borgarskjalasafni Kaupmannahafnar sem kynntu hugbúnaðarlausn sem safnið nýtir við að veita aðgang að rafrænu gögnum.

Þjóðskjalasöfn Íslands, Færeyja og Grænlands standa saman að þriggja ára verkefni um þróun hugbúnaðar til að veita aðgang að rafrænum gögnum sem söfnin taka við frá afhendingarskyldum aðilum. Öll löndin styðjast við sömu aðferðarfræði við langtímavarðveislu rafrænna gagna og því var ákveðið að efna til þessa samstarfs.

Verkefnið er styrkt af Norræna Atlantssamstarfinu (NORA) en það er ríkjasamstarf sem nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs og heyrir undir samstarf Norrænu ráðherranefndarinnar um byggðastefnu. Alls fengust 215.000 danskar krónur til verkefnisins úr NORA-sjóðnum.