Forsíða

Fréttir

föstudagur, 31. mars 2023 - 14:00

Afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verður lokuð frá kl. 12 þriðjudaginn 4. apríl vegna jarðarfarar Önnu Elínborgar Gunnarsdóttur.

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið upplysingar@skjalasafn.is.

föstudagur, 17. mars 2023 - 16:15

Á dögunum auglýsti Þjóðskjalasafn Íslands fjölda starfa laus til umsóknar. Flest tengjast störfin áherslu safnsins í rafrænni langtímavörslu gagna og stafrænni miðlun.

Auglýst eru laus til umsóknar störf sérfræðinga í rafrænni skjalavörslu, sérfræðinga í miðlun gagna og starfsfólks við stafræna endurgerð pappírsskjala.

fimmtudagur, 9. febrúar 2023 - 14:00

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir nú eftir 1-2 sérfræðingum í tímabundin störf til allt að tveggja ára í þjóðlendurannsóknum. Starfið felst einkum í vinnu við gagnaöflun fyrir óbyggðanefnd en hlutverk hennar er að skera úr um mörk þjóðlendna og eignarlanda, mörk hluta þjóðlendna sem nýttar eru sem afréttir og að úrskurða um eingarréttindi innan þjóðlendna.

Þjóðskjalasafn lestur skjals
mánudagur, 6. febrúar 2023 - 8:45

UTmessan fór fram 3.-4. febrúar síðastliðinn og er hún einn stærsti viðburður hvers árs í upplýsingatækni. Að þessu sinni var einn af fyrirlestrum ráðstefnunnar um stafræna vegferð opinberra skjalasafna og hvernig sú vegferð hefur áhrif á hvernig hinu opinbera mun farnast að koma á rafrænni stjórnsýslu frá upphafi til enda.

Stafræn vegferð opinberra skjalasafna
föstudagur, 27. janúar 2023 - 14:00

Þjóðskjalasafn Íslands tekur þátt í Safnanótt sem fram fer 3. febrúar nk. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem Safnanótt er haldin í Reykjavík. Þema safnanætur í Þjóðskjalasafni að þessu sinni er „eldgos“ en í ár eru 240 ár frá því að Skaftáreldar hófust, 60 ár frá því að gos í Surtsey byrjaði og 50 ár frá eldgosinu í Heimaey.

mánudagur, 19. desember 2022 - 13:30

Þjóðskjalasafn Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Jólakort Þjóðskjalasafns Íslands

Pages