Laus störf til umsóknar

föstudagur, 17. mars 2023 - 16:15

Á dögunum auglýsti Þjóðskjalasafn Íslands fjölda starfa laus til umsóknar. Flest tengjast störfin áherslu safnsins í rafrænni langtímavörslu gagna og stafrænni miðlun.

Auglýst eru laus til umsóknar störf sérfræðinga í rafrænni skjalavörslu, sérfræðinga í miðlun gagna og starfsfólks við stafræna endurgerð pappírsskjala.

Þá eru jafnframt auglýst laus til umsóknar störf við frágang og skráningu pappírsskjala.

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars nk. Nánari upplýsingar um störfin og umsóknarform má nálgast á vef Intellecta.