Forsíða

Fréttir

mánudagur, 12. febrúar 2024 - 11:00

Mögulega fyrsti falsaði peningaseðill á Íslandi var umræðuefnið í Samfélaginu á Rás 1 þegar Guðmundur Pálsson heimsótti Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur skjalavörð á Þjóðskjalasafni Íslands. Sigríður sagði frá Þorvaldi Þorvaldssyni sem er líklegast þekktastur fyrir að falsa peningaseðil en það gerði hann einungis fimm árum eftir að ákveðið var að peningaseðlar skyldu teknir upp á Íslandi.

Falsaður courant ríkisbankadalur, framhlið.
fimmtudagur, 8. febrúar 2024 - 9:30

Enn á ný fór Safnanótt fram undir gulri veðurviðvörun og bar þess nokkur merki. Þjóðskjalasafn bauð upp á fjölbreytta dagskrá sem helguð var stjórnarskrá Íslands og sögu hennar.

Gögn frá Þjóðfundinum 2010. ÞÍ Þjóðfundurinn 2010. 2011 A/8
miðvikudagur, 7. febrúar 2024 - 10:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur sent dreifibréf til forstöðumanna afhendingarskyldra aðila ríkisins þess efnis að könnun verði gerð á skjalavörslu og skjalastjórn þeirra. Könnunin verður send út miðvikudaginn 14. febrúar og mun hlekkur á könnunina berast forstöðumönnum með tölvupósti.

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2020. Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands
þriðjudagur, 30. janúar 2024 - 9:00

Teikningar húsameistara ríkisins komu við sögu í Samfélaginu á Rás 1 nýverið þegar Guðmundur Pálsson heimsótti Helga Biering sérfræðing í stafrænni endurgerð hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

Teikning af fangelsi sem fyrirhugað var í Mosfellssveit
fimmtudagur, 25. janúar 2024 - 13:15

Stjórnarskráin í fortíð, nútíð og framtíð“ er þema safnanætur í Þjóðskjalasafni Íslands í ár. Sett verða upp borð frá þjóðfundinum 2010, sýnd gögn sem tengjast stjórnarskránni og flutt erindi um efnið.

18:30 Húsið opnar.

Dagskrá safnanætur í Þjóðskjalasafni Íslands 2. febrúar 2024
þriðjudagur, 23. janúar 2024 - 13:00

"Um klukkan tvö í nótt hófst eldgos í Heimaey, sem er stærsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum. Mikið hraungos er úr sprungu, sem er í brekkunni austan við Helgafell, aðeins ofan við byggðina, sprungan liggur frá Kirkjubæ og allt suður að Skarfatanga, sem er rétt austan við flugbrautarendann."

RÚV. Morgunfréttir 23.1.1973

Pages