Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 21. júní 2012 - 8:45

Símastrengur var slitinn fyrir utan Þjóðskjalasasafn í morgun og því er ekki hægt að ná sambandi við Þjóðskjalasafn í uppgefið símanúmer safnsins. Hægt er að ná sambandi við safnið í síma 820 3315 á meðan sambandsleysið varir.

föstudagur, 8. júní 2012 - 14:45

Karl-Erik Frandsen, cand. mag. í sögu og landafræði, dr. phil. og lektor í sögu við Hafnarháskóla, hélt í dag erindi um viðbrögð danskra stjórnvalda vegna plágunnar í Danmörku 1711. Hann fjallaði sérstaklega um þá skjalaflokka sem þá urðu til og hafa verið honum rannsóknarefni.

föstudagur, 8. júní 2012 - 8:45

Ólafi Ásgeirssyni þjóðskjalaverði hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá störfum af heilsufarsástæðum frá 1. júní 2012. Ólafur hefur verið þjóðskjalavörður frá árinu 1984 og var þar áður skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í sjö ár.

fimmtudagur, 31. maí 2012 - 8:45

Bjartur bókaforlag hefur gefið út fyrstu skáldsögu Unnar Birnu Karlsdóttur, Það kemur alltaf nýr dagur, og var útgáfunni fagnað hjá Eymundsson í Austurstræti í gær.

Unnur lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og sama ár kom doktorsritgerð hennar, Þar sem fossarnir falla, út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.

fimmtudagur, 10. maí 2012 - 15:45

Þjóðskjalasafn hefur tekið í notkun rafstýrða skjalaskápa, svonefnda þéttiskápa, af gerðinni ILMAG. Skáparnir eru fluttir inn frá Ítalíu af Egilsson og Rossen ehf.

miðvikudagur, 9. maí 2012 - 13:15

Þann 12. desember síðastliðinn voru 300 ár liðin frá fæðingu Skúla Magnússonar landfógeta. Af því tilefni verður brugðið upp svipmyndum af Skúla, verkum hans og samtíð í Viðey. Skúli lét reisa Viðeyjarstofu sem embættisbústað og flutti inn með fjölskyldu sinni haustið 1755.

Pages