Þjóðskjalasafn fær nýja skjalaskápa

fimmtudagur, 10. maí 2012 - 15:45
 • Fullbúnir skjalaskápar
  Fullbúnir skjalaskápar
 • Unnið að uppsetningu skápanna
  Unnið að uppsetningu skápanna
 • Unnið að uppsetningu skápanna
  Unnið að uppsetningu skápanna
 • Rafmótorar sem færa til skápana
  Rafmótorar sem færa til skápana
 • Nýir skjalaskápar Þjóðskjalasafns Íslands
  Nýir skjalaskápar Þjóðskjalasafns Íslands
 • Stjórnborð skápanna
  Stjórnborð skápanna
 • Starfsmenn hlýða á ávarp setts þjóðskjalavarðar
  Starfsmenn hlýða á ávarp setts þjóðskjalavarðar
 • Starfsmenn hlýða á ávarp setts þjóðskjalavarðar
  Starfsmenn hlýða á ávarp setts þjóðskjalavarðar
 • Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóðskjalavörður, opnar skápasamstæðuna formlega með aðstoð Bjarna Þórðarsonar húsnæðisstjóra
  Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóðskjalavörður, opnar skápasamstæðuna formlega með aðstoð Bjarna Þórðarsonar húsnæðisstjóra
 • Eiríkur kemur fyrstu skjalaöskjunni fyrir í nýju skápunum
  Eiríkur kemur fyrstu skjalaöskjunni fyrir í nýju skápunum
 • Skrafað um skápa
  Skrafað um skápa
 • Helga Jóhannesdóttir fjármála- og starfsmannastjóri sér um að hafa heilsusamlega næringu á boðstólum
  Helga Jóhannesdóttir fjármála- og starfsmannastjóri sér um að hafa heilsusamlega næringu á boðstólum

Þjóðskjalasafn hefur tekið í notkun rafstýrða skjalaskápa, svonefnda þéttiskápa, af gerðinni ILMAG. Skáparnir eru fluttir inn frá Ítalíu af Egilsson og Rossen ehf.

Skápasamstæðan er alls 37 skápar sem rúma 3.444 hillumetra af skjölum og nýta húsrýmið 75% betur en venjulegar hillur þannig að hagkvæmnin er veruleg. Þá mun tilkoma skápanna bæta mjög vinnuaðstöðu starfsmanna og auðvelda afgreiðslu á gögnum.

Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóðskjalavörður, tók skápasamstæðuna í notkun með formlegum hætti í dag að viðstöddum starfsmönnum Þjóðskjalasafns.