Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 21. maí 2014 - 12:15

Alþingi samþykkti þann 16. maí sl. lög um opinber skjalasöfn og taka þau við af lögum um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66 frá 1985. Ný lög taka þegar gildi.

Alþingishúsið
þriðjudagur, 13. maí 2014 - 9:30

Ólafur Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður lést að kvöldi 11. maí sl. Ólafur var þjóðskjalavörður í rúm 27 ár, frá 1. desember 1984 til 31. maí 2012.

Ólafur Ásgeirsson
miðvikudagur, 30. apríl 2014 - 16:15

Norrænir menningarmálaráðherrar funduðu í Hörpu 28. apríl 2014 og undirrituðu m.a. yfirlýsingu um stuðning við alþjóðlega yfirlýsingu um skjalasöfn, sem samþykkt var á ársfundi Alþjóðaskjalaráðsins í Osló árið 2010 og sem aðalráðstefna UNESCO samþykkti síðan árið 2011. Í yfirlýsingunni segir m.a.

Norrænir menningarmálaráðherrar og ríkisskjalaverðir í Hörpu
mánudagur, 7. apríl 2014 - 12:30

Ríkisskjalasafn Finnlands og Skjalasafn Sama hafa sótt um að skjalasafn Skolt Sama verði fært í skrá UNESCO um minni heimsins (World Memory).

Skjalasafnið eftir forvörsluaðgerðir. Ljósmynd: Mikko Salminen / The National Archives Service of Finland, 2012
þriðjudagur, 11. mars 2014 - 14:15

Nýlega var lokið við uppsetningu þéttiskápa í fjórum skjalageymslum Þjóðskjalasafnsins í stað fastra hillna sem þar voru fyrir. Þéttiskáparnir telja um 6.700 hillumetra og nýting rýmisins sem þeir eru í jókst um 85% eða rúmlega 3.000 hillumetra sem nemur u.þ.b. því skjalamagni sem tekið er við á tveim árum.

Nýju þéttiskáparnir
fimmtudagur, 13. febrúar 2014 - 13:45

Það var líf og fjör á dagskrá Þjóðskjalasafns Íslands á Safnanótt föstudagskvöldið 7. febrúar sl. Um hundrað gestir komu og hlýddu á erindi, fóru í vasaljósaferðir í skjalageymslur og horfðu á brot úr sýningu Möguleikhússins á einleiknum Eldklerkurinn.

Safnanótt 2014

Pages