Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 12. október 2023 - 14:45

Þjóðskjalasafn Íslands mun bjóða upp á röð námskeiða í vetur eins og venja hefur verið undanfarin ár. Námskeiðin verða kennd í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams og eru þeim sem vilja sitja námskeiðin að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. Þátttakendur fá síðar tengil á námskeiðið þegar nær dregur námskeiðinu.

Skjalageymslur ÞÍ
þriðjudagur, 3. október 2023 - 12:45

Fjölmenni sótti rannsóknadag Þjóðskjalasafns 28. september, sem að þessu sinni var helgaður þjóðlendurannsóknum og útgáfu þriðja bindis Yfirréttarins. Rúmlega fimmtíu gestir hlýddu á fjölbreytt erindi og sköpuðust skemmtilegar umræður um landamerki og sögu þeirra, deilur landeigenda sín á milli og við ríkið.

Kjartan Richter gaf innsýn í líf bóndans Benónís Guðlaugssonar á Glettingsnesi
mánudagur, 2. október 2023 - 9:00

Reglur um varðveislu og eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi nr. 1022/2023 hafa verið staðfestar af ráðherra og settar af þjóðskjalaverði. Afhendingarskyldir aðilar skv. 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn hafa því heimild til að eyða slíkum skjölum úr skjalasafni sínu þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.

Fjárhagsbókhald getur verið af ýmsum toga
fimmtudagur, 21. september 2023 - 11:30

Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands 2023 er helgaður þjóðlendurannsóknum. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162, fimmtudaginn 28. september nk. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16:00. Þá verður einnig fagnað útgáfu 3. bindis Yfirréttarins á Íslandi.
 

Yfirrétturinn bindi 3. 1716-1732.
þriðjudagur, 19. september 2023 - 11:30

Á síðustu árum hafa orðið stórstígar framfarir á sviði gervigreindar. Ein birtingarmynd þessarar þróunar er stafrænn lestur handrita og skjala. Þar má nefna austurríska forritið Transkribus sem rekja má til Evrópuverkefnanna TranScriptorium frá árunum 2013-2015 og READ  frá 2016-2019.

Lestur Transkribus á dóma- og þingbók Snæfellssýslu frá árinu 1809.
fimmtudagur, 24. ágúst 2023 - 14:00

Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð gagnagrunns sóknarmannatala á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Að mestu leyti hefur það starf farið fram á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Á Ísafirði hafa starfsmenn unnið að verkefninu um langt skeið og nú núverið fékkst styrkur frá Byggðastofnun til að ráða starfsfólk á Bakkafirði og Raufarhöfn til verksins.

Meðfylgjandi er sýnishorn tekið af handahófi af frumritum sóknarmannatala úr Eyrarsókn í Skutulsfirði, en öll tölin úr sókninni sem ná frá árinu 1788 – 1951 hafa nú verið birt á vefnum.

Pages