Hvað er forvarsla?

Forvarsla felur í sér þætti eins og rannsóknir, skráningu, forvarnir, fyrirbyggjandi forvörslu og viðgerðir sem miða að því að viðhalda upprunanlegu útliti skjala. Forverðir rannsaka ástand skjala og þau efni sem þau eru unnin úr. Þeir leggja til aðgerðir sem tefja fyrir skemmdum og eru skjölunum til styrktar. Einnig skrá þeir ástand skjala og halda meðferðarskýrslu meðan á viðgerð stendur. Sú skýrsla er skrifleg og studd ljósmyndum. Meðferðarskýrsla er mikilvæg þar sem hún innheldur upplýsingar um viðgerðir sem gerðar eru á skjölunum, þ.e. upplýsingar til næstu kynslóða forvarða og skjalavarða. Lögð er áhersla á að allar viðgerðir séu afturkræfar. Viðgerðir á skjölum eru m.a. þurrhreinsun, vothreinsun, afsýrun, límbönd, lím og mygla eru fjarlægð, rifur eru bættar og búnar eru til sérsmíðaðar öskjur eða möppur utan um mjög viðkvæm og/eða illa farin skjöl.

Sjá einnig: Siðareglur forvarða.

Nokkrar vefslóðir sem fjalla um forvörslu: