Bókband

Fundargerðir og dagbækur eru meðal mikilvægustu skjala í stofnunum hins opinbera. Opinberar stofnanir eiga því að sjá til þess að þau séu bundin inn og bera ábyrgð á að það sé gert eftir settum reglum.

Fundargerðir og dagbókarfærslur á að rita á skjalapappír, ISO 11108.

Nafn stofnunar, innihald bókar og árabil skal þrykkja á kjölinn.

Þjóðskjalasafn Íslands mælir með að farið sé eftir sænskum staðli, SS 66 70 05, við bókband á fundargerðum og dagbókum.