Bréf Eggert Björnssonar á Skarði 9. febrúar 1664

Febrúar 2012

Bréf Eggert Björnssonar á Skarði 9. febrúar 1664

ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Barðastrandarsýsla. C/1-1. Bréfabók Eggerts Björnssonar 1632-1673, bls. 301.

Heimild febrúarmánaðar árið 2012 er bréf sem Eggert Björnsson (1612-1681) sýslumaður á Skarði á Skarðsströnd, ritaði Brynjólfi Sveinssyni (1605-1675) Skálholtsbiskupi þann 9. febrúar 1664, um kosningu Jóns Ólafssonar yngra til Sauðlauksdals vegna forfalla séra Þorbjarnar Einarssonar.

Með bréfinu vildi Eggert koma því svo fyrir að skjólstæðingur hans, Jón Ólafsson yngri, síðar kenndur við Lambavatn, myndi veljast til prestsembættis vestra, í stað séra Þorbjörns.

Eggert biður Brynjólf biskup um að vígja Jón til Sauðlauksdalssóknar „þó að Jón þessi Ólafsson hafi í Hólaskóla lært og uppalist“. En fari svo að Jón fái ekki vígslu til Sauðlauksdals „þá bið ég að þér sendið ei þangað séra Þórð Sveinsson, því við munum ei eiga saman um sið“.

Gunnar Örn Hannesson ritaði kynningartexta og annaðist uppskrift skjalsins.

 

Smelltu á smámyndina hér til hægri til að skoða stærri útgáfu hennar.

 

Hér að neðan er hægt að sækja uppskrift af texta skjalsins ásamt kynningu á helstu persónum sem nefndar eru í bréfinu.

Bréf Eggerts Björnssonar á Skarði á Skarðsströnd.