Fréttir

þriðjudagur, 24. maí 2011 - 14:30

Ráðstefnan, sem halda átti í samvinnu við SKÝ, átti að fara fram miðvikudaginn 25. maí kl. 08:30 á Hótel Hilton Nordica. Danskir fyrirlesarar sem áttu að halda aðalfyrirlestra ráðstefnunnar komust ekki til landsins í tæka tíð, en vonir um komu þeirra lifðu langt fram eftir þriðjudagskvöldi.

Tilkynning SKÝ um frestun ráðstefnunnar
þriðjudagur, 24. maí 2011 - 22:45

Námskeiðsáætlun Þjóðskjalasafns Íslands fyrir veturinn 2011-2012 hefur nú verið birt. Síðustu árin hefur Þjóðskjalasafn haldið fjölda námskeiða sem hefur verið mjög vel tekið. Tilgangur námskeiðanna er að stuðla að bættri skjalavörslu hjá opinberum aðilum og byggja þau á reglum og leiðbeiningarritum safnsins um skjalavörslu.

Frá námskeiðahaldi í Þjóðskjalasafni
miðvikudagur, 11. maí 2011 - 13:15

Þjóðskjalasafn Íslands í samvinnu við Ský, stendur fyrir ráðstefnu um varðveislu rafrænna gagna. Allir opinberir aðilar, ríkis og sveitarfélaga, eru skilaskyldir á sínum gögnum til Þjóðskjalasafns eða tilheyrandi héraðsskjalasafns. Þjóðskjalasafnið hefur innleitt aðferðarfræði danska ríkisskjalasafnsins við móttöku og varðveislu á rafrænum gögnum til langtíma.

Ráðstefnusalur

Pages