Námskeið um skjalavörslu 2011-2012

mánudagur, 23. maí 2011 - 23:00
  • Frá námskeiðahaldi í Þjóðskjalasafni
    Frá námskeiðahaldi í Þjóðskjalasafni

Námskeiðsáætlun Þjóðskjalasafns Íslands fyrir veturinn 2011-2012 hefur nú verið birt. Síðustu árin hefur Þjóðskjalasafn haldið fjölda námskeiða sem hefur verið mjög vel tekið. Tilgangur námskeiðanna er að stuðla að bættri skjalavörslu hjá opinberum aðilum og byggja þau á reglum og leiðbeiningarritum safnsins um skjalavörslu.

Að þessu sinni verður boðið verður upp á 17 námskeið veturinn 2011-2012 sem fjalla um helstu þætti í skjalavörslu opinberra aðila. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi og efnisumfjöllun námskeiðanna, en einnig hefur verið bætt við nýjum námskeiðum. Þessar breytingar byggjast á ábendingum frá þátttakendum á námskeiðum og einnig hefur verið kallað eftir fleiri sérhæfðum námskeiðum.