Ráðstefnunni „Rafræn opinber gögn og skil á þeim“ er frestað

þriðjudagur, 24. maí 2011 - 14:30
  • Tilkynning SKÝ um frestun ráðstefnunnar
    Tilkynning SKÝ um frestun ráðstefnunnar

Ráðstefnan, sem halda átti í samvinnu við SKÝ, átti að fara fram miðvikudaginn 25. maí kl. 08:30 á Hótel Hilton Nordica. Danskir fyrirlesarar sem áttu að halda aðalfyrirlestra ráðstefnunnar komust ekki til landsins í tæka tíð, en vonir um komu þeirra lifðu langt fram eftir þriðjudagskvöldi.

Ráðstefnan mun verða haldin, annað hvort í óbreyttu formi eða öllu lengri, á haustdögum og mun það verða nánar auglýst síðar. Sjá fyrri frétt um fyrirhugað ráðstefnuhald.