Safnanótt 2018

þriðjudagur, 30. janúar 2018 - 10:45
  • Hópur manna samankominn framan við stjórnarráðshúsið þegar fáni Íslands var dreginn að hún á fullveldisdaginn 1. desember 1918. Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands.
    Hópur manna samankominn framan við stjórnarráðshúsið þegar fáni Íslands var dreginn að hún á fullveldisdaginn 1. desember 1918. Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands.

Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 2. febrúar 2018, en þá verða söfn á höfuðborgarsvæðinu með opið hús og kynna starfsemi sína.

Þjóðskjalasafn Íslands verður með opið hús í húsakynnum safnsins, Laugavegi 162, frá kl 18:00 - 23:00 og býður gestum og gangandi upp á fyrirlestra, m.a. um Spánsku veikina, Kötlugosið og fullveldisárið 1918. Á milli fyrirlestra mun Stefán Ingvar Vigfússon leikari lesa upp úr ýmsum heimildum sem safnið varðveitir og tengjast efninu. Þá verða sýnd skjöl úr fórum safnsins sem tengjast efninu og boðið upp á ferðir í skjalageymslur safnsins. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Skoða dagskrá Safnanætur 2018 í Þjóðskjalasafni.

Skráðu þig í vasaljósaferð í skjalageymslurnar.