Dagskrá Safnanætur 2018 í Þjóðskjalasafni Íslands

Katla gýs 1918

Dagskrá Þjóðskjalasafns Íslands á Safnanótt 2. febrúar verður helguð árinu 1918. Þar verður fjallað um ýmsa viðburði ársins og sýnd skjöl sem tengjast efninu, m.a. fullveldissamningurinn sem gerður var það ár og ýmis gögn sem tengjast Kötlugosi og Spánsku veikinni. Þjóðskjalasafn verður opið frá klukkan 18:00 - 23:00.

Tími Atburður
18:00 – 23:00 Skjalasýning
Skjalasýning helguð árinu 1918.
18:15 – 18:55 Vasaljósaferð í skjalageymslur
Gestum verður boðið upp á ferðir í skjalageymslur okkar. Hámarksfjöldi í hverja ferð er 20 og tekur hver ferð um 40 mínútur. Til að tryggja pláss í ferðina er æskilegt að skrá sig fyrirfram á vef Þjóðskjalasafns.
19:15 – 19:55 Vasaljósaferð í skjalageymslur
Gestum verður boðið upp á ferðir í skjalageymslur okkar. Hámarksfjöldi í hverja ferð er 20 og tekur hver ferð um 40 mínútur. Til að tryggja pláss í ferðina er æskilegt að skrá sig fyrirfram á vef Þjóðskjalasafns.
20:00 Nýr skjalaskrárvefur opnaður
Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og Anna Agnarsdóttir stjórnarformaður ÞÍ opna nýjan skjalaskrárvef safnsins.
20:10 Frá frostavetri til fullveldis
Gunnar Þór Bjarnason flytur erindi.
20:40 Kötlugosið 1918
Guðrún Larsen fjallar um Kötlugosið 1918.
21:20 Spánarveikin 1918. Áminning
Haraldur Briem flytur erindi.
22:15 – 22:55 Vasaljósaferð í skjalageymslur
Gestum verður boðið upp á ferðir í skjalageymslur okkar. Hámarksfjöldi í hverja ferð er 20 og tekur hver ferð um 40 mínútur. Til að tryggja pláss í ferðina er æskilegt að skrá sig fyrirfram á vef Þjóðskjalasafns.

Á milli fyrirlestra mun Stefán Ingvar Vigfússon leikari lesa upp úr ýmsum heimildum sem safnið varðveitir og tengjast efninu.