Námskeið veturinn 2013-2014

föstudagur, 30. ágúst 2013 - 10:15
  • Námskeið
    Námskeið

Dagskrá námskeiða Þjóðskjalasafns Íslands í skjalavörslu fyrir veturinn 2013-2014 hefur verið birt á vef safnsins. Að þessu sinni verða alls 14 námskeið í boði, sjö á haustmisseri og sjö á vormisseri. Hvert námskeið verður annars vegar kennt fyrir áramót og hins vegar eftir áramót og því geta þátttakendur valið þann tíma sem hentar þeim best.

Í boði verða námskeið um alla helstu þætti í skjalavörslu stofnana, m.a. um frágang pappírsskjalasafna, gerð málalykils og skráningu mála, tilkynningu rafrænna kerfa, afhendingu rafrænna gagna til Þjóðskjalasafns, skjalavistunaráætlun og hvernig skuli bæta skjalavörslu stofnana. Nýtt námskeið verður um grisjun skjala og einnig nýtt námskeið um skipulag og varðveislu rafrænna gagna.

Upplýsingar um námskeiðin, skráningu og námskeiðsgjald er að finna hér og undir fyrirsögninni „Á döfinni“ á forsíðu vefjarins.