Námskeið

Þjóðskjalasafn Íslands stendur fyrir reglulegum námskeiðum um skjalavörslu hjá opinberum aðilum, annars vegar fyrir stofnanir og embætti ríkisins og hins vegar fyrir sveitarfélög og stofnanir þeirra sem ekki eru aðilar að héraðsskjalasafni.

Á námskeiðunum er farið yfir reglur og leiðbeiningar Þjóðskjalasafns og fjallað með raunhæfum dæmum um skjalavörslu opinberra aðila. Námskeiðin kenna skjalaverðir Þjóðskjalasafns Íslands.

Námskeið 2017-2018

Haustmisseri 2017

 • Námskeið

  21. nóvember 2017.
  Átak í skjalavörslu, skjalavistunaráætlun og grisjun.

 • Námskeið

  5. desember 2017.
  Er röð og regla á málasafni stofnunar? Gerð málalykla afhendingarskyldra aðila.

Vormisseri 2018

 • Námskeið

  23. janúar 2018.
  Frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna. Fellt niður.

 • Námskeið

  6. febrúar 2018.
  Afhending rafrænna gagna: Gerð vörsluútgáfna.

 • Námskeið

  6. mars 2018.
  Rafræn skjalavarsla: Skipulag og varðveisla rafrænna gagna.

 • Námskeið

  20. mars 2018.
  Pappírslaus skjalavarsla. Tilkynning og samþykkt rafrænna gagnakerfa.

Yfirlit yfir þau námskeið sem eru framundan hverju sinni má einnig finna á forsíðu vefjarins undir fyrirsögninni Á döfinni.